6.1 C
Selfoss

Jón Ingi sýnir í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka

Vinsælast

Jón Ingi Sigmundsson opnar málverkasýningu í tilefni af 90 ára afmæli sínu í Byggðasafni Árnesinga (Alpansal) á Eyrarbakka laugardaginn 18. maí kl. 14:00.

Þetta er ein stærsta sýning sem Jón Ingi hefur haldið. Hann hefur sótt námskeið hjá ýmsum erlendum málurum, Ulrik Hoff, Ron Ranson, Keith Hornblower og síðast hjá Alvaro Vastagnet.

Myndefnið er fundið víða um land og margt frá Eyrarbakka þar sem Jón Ingi er fæddur og uppalinn og sínum heimabæ Selfossi.

Á sýningunni eru olíu- og vatnslitamyndir og stendur sýningin til 2. júní. Sýningin verður opin föstu-, laugar- og sunnudaga (og annan í Hvítasunnu) frá kl. 14:00-17:00 en aðra daga á opnunartíma Byggðasafnsins.

Nýjar fréttir