11.1 C
Selfoss

Síðan skein sól í upprunalegri mynd á Kótelettunni

Vinsælast

Hljómsveitin SSSól eða Síðan Skein Sól með Helga Björns í fararbroddi kemur fram á tónlistarhátíð Kótlettunnar í ár, en hátíðin er haldin í 14 sinn. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur fram í sinni upprunalegu mynd á Kótelettunni en sveitin er eins og þjóðin þekkir ein ársælasta hljómsveit landsins og hefur verið starfrækt í um 37 ár.

„Það er mikil tilhlökkun hjá okkur í bandinu að koma loksins fram á Selfoss eftir langt hlé, þetta verður eintóm gleði og fólk getur að sjálfsögðu búist við að heyra okkar allra bestu lög eins og Halló ég elska þig, Vertu þú sjálfur, Húsið og ég, Ég stend á skýi og alla hina slagarana,” segir Helgi Björns söngvari sveitarinnar.

Auk Helga skipa bandið þeir Ingólfur Sigurðsson, Jakop Smára Magnússon, Eyjólfur Jóhannsson, Hrafn Thoroddsen og Stefán Már Magnússon.

Spenntir aðdáendur þurfa að hafa snarar hendur og tryggja sér miða en uppselt hefur verið á hátíðina undanfarin ár.

„Hátíðin verður glæsileg að venju en auk SSSól mun fjöldi frábærs tónlistarfólks koma fram sem spannar allt það besta á Íslandi í dag, nýtt og gamalt í bland. Það ætti því enginn að láta þessa veislu fram hjá sér fara,“ segir Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Miðasala fer fram á kotelettan.is.

Nýjar fréttir