7.8 C
Selfoss

Hittu ljósmyndarana í Húsinu á Eyrarbakka

Vinsælast

Frítt inn á safnadaginn 18. maí

Á Alþjóðlega safnadaginn, laugardaginn 18. maí, verða ljósmyndararnir og höfundar sýningarinnar Ef garðálfar gætu talað með viðveru í Húsinu á Eyrarbakka frá kl. 14 til 17.  Í þrjú sumur mynduðu ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Rut Marrow samfélag þeirra sem byggðu sér sælureit í hjólhýsabyggð á Laugarvatni. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda, en nú fer að síga á seinni hlutann og fer hver að verða síðastur að berja hana augum. Það er afar viðeigandi að ljósmyndararnir verði til staðar á safninu á Alþjóðlega safnadaginn sem í ár er helgaður söfnum í þágu fræðslu og rannsókna. Sigríður og Þórdís hafa í verkum sínum iðulega lagt áherslu á að mynda jaðarmenningu og má segja að myndaserían um Laugarvatn hafi nú þegar öðlast ótvírætt heimildargildi.

Söfn þjóna samfélaginu hvert á sinn hátt sem kraftmiklar fræðslumiðstöðvar og eru lifandi vettvangur sem skiptir samfélagið máli, m.a. með rannsóknum og miðlun. Þórdís og Sigríður munu vera á safninu þennan laugardags eftirmiðdag og eiga samtal við gesti sem þess óska. Ókeypis er á safnið á safnadaginn.

Lokadagur sýningarinnar Ef garðálfar gætu talað er 2. júní. Sýningin er farandsýning frá Þjóðminjasafni Íslands.

Almennur  opnunartími Byggðasafns Árnesinga er 10 – 17 alla daga.

Verið öll velkomin.

Byggðasafn Árnesinga

Nýjar fréttir