0.4 C
Selfoss

Alþjóðlegi safnadagurinn framundan

Vinsælast

Nú styttist í Alþjóðlega safnadaginn sem verður haldinn hátíðlegur 18. maí, næstkomandi. Þema safnadagsins þetta árið er „Söfn í þágu fræðslu og rannsókna“.

Við höldum upp á daginn í Listasafni Árnesinga og bjóðum upp á skemmtilega dagskrá:

13:00 – 15:00 Arite Fricke leiðir Flugdrekasmiðju – komið og búið til ykkar eigin flugdreka. Allt efni á staðnum en nauðsynlegt er að skrá sig: fraedsla@listasafnarnesinga.is.

15:00 Brynhildur Þorgeirsdóttir kynnir ný verk: Fjöllin í Árnessýslu.

Léttar veitingar í boði.

16:00 Hróðmar Sigurðsson og Ingibjörg Elsa Turchi koma fram á ókeypis tónleikum.

Nánari upplýsingar má finna á vef safnsins og einnig á samfélagsmiðlum. Allir viðburðirnir eru ókeypis og öll velkomin.

Listasafn Árnesinga

Nýjar fréttir