6.1 C
Selfoss

Umhverfisvitund unga fólksins og geta til aðgerða

Vinsælast

Umhverfisáskorun til 3. bekkja á Suðurlandi

Það er margt sem huga þarf að í skólastarfi með unga fólki nútímans. Það er sagt að tímarnir breytist og mennirnir með en vandinn er sá að við sem störfum að menntamálum þurfum stöðugt að vera leggja mat á það hvað sé best að kenna æskunni til þess að undirbúa þau fyrir þeirra framtíð, framtíð sem við höfum takmarkaða þekkingu á. Eitt af því sem að við vitum um framtíðina er að við eigum aðeins eina plánetu. Sir Ken Robinson benti á að við höfum engan annan staða til að fara á og ef að við nýtum sköpunarkraft okkar vel þurfum við ekki að fara neitt annað. Ef við pössum upp á plánetuna okkar og hvort annað, þá er allt sem við þörfnumst einmitt hér. Þess vegna er menntun til sjálfbærni og umhverfisvitund unga fólksins okkur ofarlega í huga. 

Margar hendur vinna létt verk

Í 3. bekk í Sunnulækjarskóla höfum við verið að vinna með sjálfbærni og tókum til að mynda virkan þátt í Stóra plokkdeginum sem var haldin hátíðlegur um þarsíðustu helgi. Nemendur voru áhugasamir og vilja hvetja aðra krakka á okkar landshluta til þess að láta til sín taka. Þessi stutta grein er hugsuð sem hvatningarpóstur fyrir alla sem telja sig geta lagt náttúrunni lið. Við í 3. bekk í Sunnulækjarskóla viljum koma af stað umhverfisáskorun í samstarfi við Dagskrána til þess að vekja athygli á því hvað margar hendur geta unnið létt vek, margt smátt gerir eitt stórt og að við höfum getu til að gerða. Við skorum á 3. bekkina í öðrum skólum á Suðurlandi að segja frá því sem þau hafa verið að gera í vetur tengt sjálfbærni og umhverfinu okkar og senda á dfs@dfs.is. 

Selma Harðardóttir,
umsjónarkennari í 
Sunnulækjarskóla

Nýjar fréttir