2.8 C
Selfoss

Bekkjarþjófar á Selfossi

Vinsælast

Skógræktarfélag Selfoss auglýsti á mánudag eftir sambyggðum bekk og borði sem virðist hafa verið stolið úr Hellisskógi um liðna helgi. Bekkurinn, sem staðsettur var við stíg á bökkum Ölfusár neðan við Hellisgil, var þar á laugardag og óskað er eftir upplýsingum frá gestum svæðisins um hvort hann hafi verið á sínum stað á sunnudag.

Auk þess að hafa verið boltaður var við steinhellur og festur með járnteinum ofan í jörðina er bekkurinn ansi fyrirferðarmikill og því nokkuð ljóst að hann hefur ekki verið fjarlægður nema á stórri kerru eða pallbíl og eru vegfarendur sem gætu hafa séð til bekkjarins á ferð síðustu daga beðnir um að hafa samband við Skógræktarfélag Selfoss á Facebook. Örn Óskarsson staðfesti í samtali við blaðamann dfs.is að stuldurinn væri til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Nýjar fréttir