0 C
Selfoss

Hamar Íslandsmeistarar

Vinsælast

Hamarsmenn eru Íslandsmeistarar í blaki karla eftir 3-1 sigur á Aftureldingu í Hveragerði á þriðjudag.

Hamarsmenn unnu fyrstu hrinuna örugglega 25-16. Í annari hrinu voru uppgjafirnar ekki að hitta hjá heimamönnum og náði Afturelding að kreista fram 25-23 sigur og jafna leikinn. Eftir það var ekki aftur snúið og Hamarsmenn unnu þriðju hrinu örugglega 25-17 og þá fjórðu 25-21.
Hamar er því handhafi allra titlanna í blaki karla, Íslands, deildar og bikarmeistarar og meistarar meistaranna.

Nýjar fréttir