0 C
Selfoss

Skólakynningar á Suðurlandi gengið vel

Vinsælast

VR hefur staðið fyrir skólakynningum á réttindum og skyldum fyrir unglinga í grunn- og framhaldsskólum um árabil. Kynningunum hefur verið vel tekið og hefur aukinn áhugi skólanna skilað sér inn til VR.

Í kynningunum heimsækja fulltrúar frá VR skólana og fara yfir hvernig stéttarfélögin vinna í þágu félagsfólks, hvernig skipting stéttarfélaga er milli starfsgreina og hverjar skyldur þeirra séu gagnvart atvinnurekanda.

Kynningin er skemmtilega uppsett bæði í rituðu máli sem og leiknum myndböndum þar sem Jón Gnarr fer á kostum.

VR þakkar fyrir góðar móttökur allra aðila og fjörugar umræður nemenda.

VR

Nýjar fréttir