8.9 C
Selfoss

Bergrós krýnd drottning á Spáni

Vinsælast

Selfyssingurinn og CrossFit undrabarnið Bergrós Björnsdóttir var krýnd drottning The Crown leikanna um páskahelgina, eftir fjögurra daga keppni á Mallorca á Spáni. Í The Crown keppast 6 stelpur og 6 strákar um krúnuna.

Krakkarnir eiga það sameiginlegt að koma frá Evrópu og skara framúr í CrossFit heiminumog af þremur íslendingum sem kepptu, stóðu Bergrós og Bjarni Leifs Kjartansson uppi sem kóngur og drottning leikanna og endaði þriðji íslenski keppandinn, Rökkvi Guðnason, í fjórða sæti. Bergrós endaði með 22 stig, en hún var 8 stigum á undan þeirri sem lenti í öðru sæti. Hún vann fimm greinar af tíu og varð meðal þriggja efstu í öllum greinum nema tveimur.


Bergrós situr sömuleiðis í fyrsta sæti á heimslista í sínum aldursflokki eftir að hafa komið, séð og sigrað í fyrstu undankeppninni af þremur fyrir heimsleikana í CrossFit sem fram fara í Bandaríkjunum í lok ágúst og verður gaman að fylgjast með henni í næstu keppnum, en önnur undankeppnin, quarterfinals, hefst einmitt í dag. Bergrós keppir fyrir CrossFit Selfoss og fer keppnin fram á netinu. Það þýðir að engir keppendanna þurfa að leggja á sig ferðalag fyrir keppnina, heldur geta þau keppt á sínum heimastöðvum og eru æfingarnar teknar upp á nokkur tæki og sendar til dómnefndar. Heildarúrslit úr þeirri keppni verða gerð kunn þann 23. apríl og verður þá endanlega ljóst hvort hún komist upp í þriðju og síðustu undankeppnina, semifinals, þar sem ræðst hvort hún verði ein af topp 30 unglingum í heimi til að komast inn á heimsleikana.

Nýjar fréttir