8.9 C
Selfoss

Eyjapistlarnir ógleymanlegu á Selfossi, tónleikadagskrá með Eyjalögum

Vinsælast

Hljómsveit Gísla Helgasonar, Föruneyti GH, var fengin til halda tónleika í Eldheimum í Vestmannaeyjum þegar 50 ár voru liðin frá eldgosinu á Heimaey. Tónleikadagskráin var frumflutt á goslokahátíð í júlí árið 2023 fyrir þéttsetnum sal þar sem færri komust en vildu. Þróaðist það út í auk tónleika voru flutt brot úr Eyjapistlum sem þeir tvíburabræður Arnþór og Gísli Helgasynir sáu um í Ríkisútvarpinu á meðan á Heimaeyjargosinu stóð.

Tónleikadagskráin hlaut styrk frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga til tónleikahalds á Selfossi og klukkan 20 þann 19. apríl næstkomandi stígur Gísli, ásamt fríðu föruneyti, á stokk á Sviðinu en auk Gísla koma fram Herdís Hallvarðsdóttir, Þórarinn Ólason, Magnús R. Einarsson, Hafsteinn Guðfinnsson, Sigurmundur G. Einarsson, Unnur Ólafsdóttir og Grímur Þór Gíslason.

Samsöngur og sögulegar heimildir í bland

Eyjapistlar voru á dagskrá RÚV frá febrúar 1973 til marsloka árið eftir. Af 260 þáttum sem samtals voru um 90 klst. hafa um 80 þættir varðveist. Í bland við þekkt Eyjalög, gömul og , sem allir ættu geta tekið rækilega undir, verða á þessum tónleikum flutt brot úr nokkrum þessara útvarpsþátta. Á sínum tíma var tilgangur þáttastjórnendanna Arnþórs og Gísla Helgasona vera upplýsingaveita fyrir Vestmannaeyinga á meðan á gosinu stóð. Fólk gat auglýst eftir týndum munum og komið tilkynningum af ýmsu tagi til samlanda sinna. Jafnframt var reynt halda uppi léttleika í þáttunum og endurspegla mannlífið eins og það var á meðal Vestmannaeyinga. Ljóst er þarna er afar góð heimild um þennan atburð í sögu þjóðarinnar, en nóttina sem gosið hófst flúðu um 5200 manns heimili sín.

Gísli er góður sögumaður, og það, ásamt hljóðbrotum úr þáttunum, vakti bæði kátínu og gamlar tilfinningar, þá sér í lagi hjá þeim sem þarna könnuðust við sjálf sig frá því fyrir rúmum fimmtíu árum, en nokkur viðtalanna voru einmitt við börn.

Ruddu brautina fyrir blinda og sjónskerta eftir erfitt upphaf

Þeir Arnþór og Gísli eru fæddir í Vestmannaeyjum og ólust þar upp. Fljótlega kom í ljós þeir voru mjög sjónskertir. Þeir voru sendir í Blindraskólann í Reykjavík, ári of seint því einn bróðir þeirra lést úr hvítblæði og barðist lengi við sjúkdóm sinn. Það setti mikið mark á fjölskylduna.

Þeir bræður voru fjóra vetur í Reykjavík en luku svo fullnaðarprófi frá Barnaskóla Vestmannaeyja og síðar landsprófi. Þeir fóru í Menntaskólann í Reykjavík og voru fyrstir blindra og sjónskertra nemenda ljúka stúdentsprófi. Síðar lauk Arnþór háskólaprófi.

120 tónleikar á tveimur sumrum

Þegar þeir voru 14 ára gamlir var haft samband við bræðurna af Hjálparsjóði æskufólks og þeir beðnir ferðast um landið og halda tónleika. Þetta voru sumurin 196667 og héldu þeir alls um 120 tónleika þessi tvö sumur. Arnþór lék á rafmagnsorgel og Gísli á blokkflautu. Þegar þeir bræður hófu svo háskólanám og gosið í Heimaey hófst, voru þeir skikkaðir til þess sjá um þáttin Eyjapistil.

Gísli lærði á blokkflautu hjá Oddgeiri Kristjánssyni og síðar hjá Camillu Söderberg. Hann er einn af fáum mönnum í heiminum sem hefur leikið aðallega létta tónlist og helgað sig þessu hljóðfæri. Sagter hann hafi einstakan tón á blokkflautuna.

Miðasala er hafin á tix.is.

Nýjar fréttir