11.1 C
Selfoss

Öruggur sigur hjá Hamri og viðurkenningar veittar

Vinsælast

Bikar- og deildarmeistarar Hamars í blaki karla unnu öruggan sigur á Stál-Úlfi í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Unbroken-deildarinnar miðvikudaginn 3. apríl.

Hamarsmenn mættu ákveðnir til leiks og var sigur þeirra aldrei í hættu. Hrinurnar fóru 25-10, 25-11 og 25-19 og öruggur 3-0 sigur.

Liðin mætast aftur á laugardaginn í Fagralundi en vinna þarf 2 leiki til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Hamarsmenn fengu deildarmeistarabikarinn afhentan í lok leiks auk þess sem Hamarsmenn í liði ársins fengu sínar viðurkenningar.

Hamarsmenn í liði ársins voru eftirfarandi:
Damian Sapor: Uppspilari
Austris Bukovskis: Frelsingi
Tomek Leik: Kantur og besti erlendi leikmaður
Hafsteinn Valdimarsson: Miðja

Auk þess tóku Valdimar Hafsteinsson og Bryndís Sigurðardóttir við viðurkenningu fyrir hönd Hamars fyrir bestu umgjörðina í Unbroken deildinni í vetur.

Fulltrúar Hamars í liði ársins. Mynd: Hamar
Valdimar Hafsteinsson og Bryndís Sigurðardóttir taka við viðurkenningunni fyrir hönd Hamars. Mynd: Hamar
Valdimar Hafsteinsson og Bryndís Sigurðardóttir taka við viðurkenningunni fyrir hönd Hamars. Mynd: Hamar

Nýjar fréttir