3.4 C
Selfoss

Meirihlutinn vill fá Pétur G. Markan sem næsta bæjarstjóra

Vinsælast

Í tilkynningu frá Hveragerðisbæ segir að meirihluti bæjarstjórnar komi til með að gera það að tillögu sinni að ráða Pétur G. Markan sem næsta bæjarstjóra á aukafundi bæjarstjórnar hem haldinn verður þann 2. apríl nk.

Pétur hefur sinnt embætti biskupsritara og stýrt samskiptamálum kirkjunnar og verið sem slíkur hluti af yfirstjórn Þjóðkirkjunnar. Þar á undan var Pétur sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og leiddi hagsmunabaráttu sveitarfélaga á svæðinu sem formaður fjórðungssambands Vestfjarða og formaður Vestfjarðarstofu.

Nýjar fréttir