7.3 C
Selfoss

Að flytja ljóð á ólíkum tungumálum

Vinsælast

Margmála ljóðakvöld fer fram i Listasafni Árnesinga fimmtudaginn 21. mars og hefst dagskráin klukkan 20. Allir eru hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir. Kaffi og konfekt í boði Bókabæjanna austanfjalls.

Dagskráin helgast af flutningi ljóða á ólíkum tungumálum og hljómfagurri músík Tónlistarskóla Árnesinga sem býður gestum upp á tónlistaratriði í höndum nemenda Maríu Weiss og mótast af fiðlukvartett með Ásthildi Ragnarsdóttur, Bryndísi Heklu Sigurðardóttur, Guðrúnu Birnu Kjartansdóttur og Hugrúnu Birnu Hjaltadóttur þar sem þær flytja Rondo eftir Pleyel og Zowie! Goes the Weasel eftir Y. Dobon.

Í ljóðaflutningnum flytur Brigdet Ýr McEveoy ljóð á ensku og Sveinn Magnússon les íslenska þýðingu ljóðsins. Agnetha Thomsen flytur ljóð á færeysku. Eduardo Perez Baca og Ivan Fernádes flytja ljóð á spænsku ásamt Alexöndru Huaman frá Perú, Ruyi Zhao flytur ljóð á kínversku, Natalía Drumeva flytur ljóð á búlgörsku og Alina Elena Floristeanu flytur ljóð á rúmensku. Jón Özur Snorrason reynir að svara spurningunni: Hvað er ljóð? Jónína Sigurjónsdóttir frá Bókabæjunum heldur utan um dagskrána.

Boðið verður upp á opin hljóðnema (open mic) í lok dagskrár þar sem óundirbúnum ljóðaflutning verður gerð skil.

Jöz

Nýjar fréttir