1.2 C
Selfoss

Margmála ljóðakvöld á fimmtudaginn

Vinsælast

Bókabæirnir austanfjalls í samvinnu við Tónlistarskóla Árnesinga efna til Margmála ljóðakvölds fimmtudagskvöldið 21. mars næstkomandi klukkan 20.00 í Listasafni Árnesinga. Sá dagur er skilgreindur hjá UNESCO sem alþjóðlegur dagur ljóðsins. Hugmyndin að baki þessari dagskrá liggur í því að fá fólk af fjölbreyttum uppruna og tungumálum til að sameinast og finna til skyldleika í gegnum ljóð og tónlist.

Dagskráin er enn í mótun en flutt verða ljóð á búlgörsku, spænsku, gelísku, dönsku, færeysku og kínversku auk íslensku svo eitthvað sé nefnt. Rómansa eftir Árna Björnsson verður flutt af nemanda og kennara tónlistarskólans. Opinn hljóðnemi (open mic) verður að formlegri dagskrá lokinni. Þeir sem áhuga hafa á að flytja ljóð á sínu tungumáli eru beðnir að senda ósk á netfangið jonozur@gmail.com í síðasta lagi mánudaginn 18. mars næstkomandi.

jöz.

Nýjar fréttir