1.1 C
Selfoss

Það gneistaði af Ármanni Höskuldssyni í Vöfflukaffinu

Vinsælast

Ármann Höskuldsson prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands var gestur í vöfflukaffinu á Eyravegi 15 sl. laugardag. Erindi Ármanns var fróðlegt og skörulega flutt. Hann sýndi á glærum hvernig þessar hreyfingar á jarðskorpunni eiga sér stað á Reykjanesinu og fór síðan yfir þær áhættur sem samfélaginu stafa vegna þessara hreyfinga.

Hann sýndi skýringamyndir er útskýra jarðfræði Reykjanesskagans í ljósi heimsmyndar jarðfræðinnar og þar kom fram að þær hreyfingar sem eiga sér stað á Reykjanesi þessa dagana, munu þessvegna vara næstu hundrað til hundrað fimmtíu árin. Í ljósi breyttra aðstæðna og ógna við innviði landsins lagði hann áherslu á að við hugsum til framtíðar og byrjum nú þegar að undirbúa komandi kynslóðir til að takast á við bæði spennandi og ógnvænlegt vandamál til lausnar og lágmörkunar á áhrifum á íslenskt samfélag.

Ármann var spurður fjölmargra spurninga um mögulegar afleiðingar á samfélagið á Suð-vesturhorninu, taldi hann mikilvægt að stjórnvöld og vísindamenn  í samtali við landsmenn vinni að lausnum og menntun framtíðarkynslóða til að glíma við vandamálin og byggja upp þekkingu og öryggi landsmönnum til heilla. Því að Ísland er ein stærsta eldstöð jarðarinnar.

Ármann er Vestur Skaftfellingur að ætt. Sá frægi maður Gísli á Melhól var afi hans og var hann spurður um Kötlu.  Hann sagði að af henni stafaði ekki mikil ógn, þegar hún gysi yrði vart mikillar flóðbylgju og vegur færi og gjóskufall í einhverja daga, því mikilvægt að vakta hana. En hann taldi að Hekla svæfi næstu hundrað árin.

Guðni Ágústsson

Nýjar fréttir