0.2 C
Selfoss

Íkveikja í Hafnartúni og nokkur ungmenni með stöðu sakbornings

Vinsælast

Laugardagskvöldið 9. mars sl. fékk lögregla, ásamt öðrum viðbragðsaðilum tilkynningu um eld í Hafnartúni er stendur við Sigtúnsgarð á Selfossi. Slökkvistarf tók nokkurn tíma þar sem eldsmatur var mikill.

Lögreglan á Suðurlandi hefur farið með rannsókn á eldsupptökum og notið við það aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og brunasérfræðings frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun. Rannsóknin hefur leitt í ljós að um íkveikju var að ræða og hefur töluverður fjöldi skýrslna verið tekin af fólki vegna málsins. Rannsókn lögreglunnar hefur miðað vel og hefur lögregla góða mynd af atburðum. Nokkur ungmenni hafa stöðu sakborninga í málinu og rannsóknin unnin í samráði við barnaverndaryfirvöld.

Nýjar fréttir