2.3 C
Selfoss

Kennari við ML leystur frá störfum eftir rasísk ummæli

Vinsælast

Kennari við Menntaskólann að Laugarvatni, Helgi Helgason, hefur verið leystur frá störfum í kjölfar ummæla sem komu fram í færslu sem hann setti inn á Facebooksíðu Íslensku Þjóðfylkingarinnar, um söngvarann Bashar Murad, fyrir lokakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins sl. laugardag. Færslan hefur vakið hörð viðbrögð.

„Ætla þeir á RÚV að láta grenjandi og illa skeindan Palistínuaraba vinna? Þegar stjórnendur keppninnar eru farnir að beita sér í þágu eins „keppanda“ hljóta viðvörunarbjöllur að hringja? ,“ segir m.a. í færslu Helga sem hefur sinnt kennslu í dönsku og fjármálalæsi við skólann.

„Leggjumst öll á eitt og kjósum eitthvað annað en fulltrúa hryðjuverkasamtakanna HAMAS. Athugið að þessi náungi er yfirlýstur samkynhneigður. En hamas er eins og ISIS. Hata. Þannig ef hann myndi vinna hvað myndu fulltrúar HAMSA á Íslandi þá gera? Henda honum úr turninum á Hallgrímskirkju? Það gerðu þeir við samkynhneigða í Sýrlandi. Hentu þeim niður úr háum byggingum.“

Í tilkynningu frá skólanum segir að sú orðræða sem Helgi hafi viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans og hafi stjórnin og Helgi sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum.

Nýjar fréttir