7.3 C
Selfoss

Annríki hjá björgunarsveitum – fylgdu sextán bílum yfir Mosfellsheiði

Vinsælast

Fylgdu sextán bílum yfir Mosfellsheiði

Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í síðustu viku, þegar óveður geysaði og gerði ferðalög ansi torfær. Hjálparsveitin Tintron í Grímsnesi var engin undantekning þar á, en á miðvikudag sinnti sveitin fjórum útköllum. Fyrst vegna lokunar á Lyngdalsheiði þegar veðrið tók að versna. Tveir félagar fóru af stað og mönnuðu lokun við Írafoss á vel útbúnum bíl sveitarinnar, Tinna 2.

Tæpum tveimur tímur síðar barst næsta útkall, vegna fjölda bíla sem sátu fastir og þörfnuðust aðstoðar í uppsveitum Árnessýslu, en þá var tekið að hvessa all verulega og var orðið mjög bilnt á svæðinu. Tveir félagar héldu því til aðstoðar á Þingvallaveg á Tinna 1, þar sem ökutæki voru losuð af veginum og komið fyrir á næsta afleggjara, en fólkinu var komið á Selfoss.

Þegar vegaaðstoðin var í þann mund að klárast, barst þriðja útkall dagsins, þar sem óskað var eftir Tinna snjóbíl upp á Lyngdalsheiði, sem flytja þurfti ferðamenn niður á Laugarvatn, en samtímis var Tinni 1 að aðstoða ferðamenn á Laugarvatnsvegi.

Ferðafólkið komið í öruggt skjól. Ljósmynd: Hjálparsveitin Trinton.

Lokaverkefni dagsins var svo að fara upp að Þingvöllum, þar sem tíu bílar biðu þess að verða fylgt yfir Mosfellsheiði eftir að snjóruðningstæki, sem hafði fests á heiðinni, var orðið laust og búið að ryðja leið fyrir umferð. Tinni 1 og Árborg 1 leystu það verkefni í sameiningu og fylgdu bílunum til Mosfellsbæjar, en á leiðinni bættust sex bílar í röðina svo að endingu urðu bílarnir sextán talsins, sem þáðu aðstoð frá Tintron þá ferðina.

Nýjar fréttir