-7.2 C
Selfoss

„Sannleikurinn er sá að þú tekur við af foreldrum þínum, eignast maka, börn og verður ennþá partur af heiminum“

Vinsælast

Hljómsveitin Moskvít heldur áfram að skapa tónlist og gáfu fyrir helgi út nýtt lag, sem er næst seinasta lag plötunnar Superior design.

Nýja lagið heitir I Was Younger og segja strákarnir að það sé tilfinningaþrungið lag sem fjalli um ferðina í gegnum lífið „Margir hafa þann draum að sigra heimin á yngri árum en á efri árum er veruleikinn annar. Þú minnkar heiminn þinn og ferð að einbeita þér af því hvað stendur þér næst. Þá finnurðu sannleika… Sannleikurinn er sá að þú tekur við af foreldrum þínum eignast maka, börn og verður ennþá partur af heiminum.“

Lagið var mixað og pródúserað hjá Dynur Recording Studio og masterað hjá Skonrokk mastering.

Hljómsveitin Moskvít er skipuð þeim Sigurjóni Arndal, söngur/bassi, Guðmundi Helga Eyjólfssyni, gítar, Paolo Decena, gítar, Alexander Erni Ingasyni, trommur, og Jóni Aroni Lundberg á píanó.

Moskvit hefur áður gefið út plötuna Human Error, sem kom út árið 2021, en tónlist Moskvít mætti lýsa sem vestrænum blús, poppi og rokki. Á nýju plötunni, sem er nú nánast fullkláruð með tilurð I Was Younger, má sem dæmi nefna lögin Superior Design, Perfect Little Wonder og Chance.

Nýjar fréttir