7.3 C
Selfoss

Selfyssingar blóta í 21. sinn

Vinsælast

Í ár sóttu um 400 manns hið margrómaða Selfossþorrablót. Að sögn Karenar Einarsdóttur hjá Viðburðastofu Suðurlands sem stendur fyrir blótinu gekk kvöldið ótrúlega vel. „Mikil stemning var meðal gesta og sló leyniatriði kvöldsins rækilega í gegn en það var Eyjólfur Kristjánsson. Að auki komu Eyþór Ingi, Hljómsveitin Babies, Sigga Beinteins, Gísli Einars og Stuðlabandið fram og voru þau Eva Ruza og Hjálmar kynnar kvöldsins.“

Mikið fjör á þorrablóti Selfyssinga. Ljósmynd: Viðburðastofa Suðurlands.

Aðspurð hvort miklar breytingar hafi orðið á blótinu frá því það var fyrst haldið árið 2002, segir Karen að það hafi verið með svipuðu sniði síðustu ár. „Um leið og verðinu hefur verið er stillt í hóf leggjum við ávallt áherslu á góða og fjölbeytta skemmtun þar sem Selfyssingar, nýbúar og brottfluttir koma saman og efla bæjarandann, njóta þorranns og alls þess sem hann býður uppá. Þetta hefur ávallt verið skemmtilegt kvöld sem mun vonandi stækka og dafna um ókomna tíð.“

Þá segir Karen að Selfossþorrablót hafi aukið áherslu sína á samstarf við íþróttafélögin í bænum og að blótið í ár hafi verið í samstarfi við Selfoss Körfu. „Bragi Bjarnason setti blótið og afhenti um leið Guðbjörgu Bergsveinsdóttur, formanni Selfoss Körfu 400 þúsund krónur fyrir þeirra aðkomu að blótinu. Stefnan er að sjálfsögðu sett mun hærra og mun Handknattleiksdeild UMF Selfoss vera í samstarfi við blótið að ári liðnu,“ segir Karen að lokum.

Næsta Selfossþorrablót verður haldið þann 1. febrúar 2025.

Nýjar fréttir