Skömmu fyrir áramót tók deildarstjóri Lyflækningadeildar HSU, Anna Björk Ómarsdóttir, við veglegri peningagjöf frá Rebekkustúku nr. 9 Þóra á Selfossi, fyrir hönd Lyflækningadeildar.
Í tilkynningu frá HSU segir að gjöfin verði nýtt til þess að innrétta rými sem skapaðist fyrir ofan móttöku við nýlegar húsnæðisbreytingar og sé það rými hugsað fyrir aðstandendur og sjúklinga. Þá segir að það sé starfsfólki afar dýrmætt að geta boðið skjólstæðingum upp á að geta bæði breytt um umhverfi og að komast í næði, ef þörf krefji.
Rebekkustúku nr. 9 eru færðar kærar þakkir frá HSU fyrir ómetanlega gjöf.