8.7 C
Selfoss

Draumurinn um snjóbrettið

Vinsælast

Nemendur í íslensku á 1. þrepi í FSu fengu það verkefni í byrjun aðventu að semja og skrifa jólasögur. Á hverjum degi fram að jólum birtum við sýnishorn af sögum nemenda sem kennari þeirra Jón Özur Snorrason hefur yddað og ritstýrt og samið við fyrirsagnir. Viðfangsefnin eru af ýmsu tagi en ljóst er að jólahaldið og hátíðin, hefðir og pakkar og innihald jólanna skiptir ungt og upprennandi fólk ennþá miklu máli. Njótið lestursins og gleðilega komandi hátíð.

ÞAÐ voru bara þrír dagar til jóla og ég hlakkaði svo mikið til að ég gat varla beðið eftir að sjá hvað ég mundi fá í jólagjöf. Þess vegna ákvað að liggja úti og horfa upp í himininn og það var orðið dimmt. Ég klæddi mig í kuldagalla og náði mér í skóflu og bjó til snjóhús sem var með stóru gati á toppnum. Setti svo kerti í snjóhúsið og lagðist á bakið og hugsaði hvað myndi vera í jólapakkanum. Ég horfði á stjörnurnar og hugsaði um snjóbretti sem ég var búin að reyna að safna mér fyrir í langan tíma. Að þessu loknu fór ég inn og lagðist upp í hlýtt rúmið og fór að sofa til að bíða eftir jólunum. Þegar ég vaknaði morguninn eftir og kíkti í skóinn fann ég lítið legó af manni sem liggur í snjóhúsi og dreymir um snjóbretti.

Patryk Zenon Kuc

Nýjar fréttir