4.5 C
Selfoss

HSK- og Íslandsmet í þrístökki

Vinsælast

Frjálsíþróttatímabilið er hægt og rólega að fara af stað á nýjan leik. Iðkendur hjá frjálsíþróttadeildinni hafa komið við sögu á nokkrum mótum síðastliðinn mánuð og það eru miklar bætingar hjá krökkunum svo að veturinn lofar góðu. Um síðustu helgi fór fram afar fjölmennt mót, Silfurleikar ÍR, fyrir 17 ára og yngri og þar áttum við keppendur í öllum aldurshópum og var árangur afar glæsilegur. 7 ára og yngri spreyttu sig í þrautarbraut með verkefnum sem hæfðu þeim aldurshópi. 8 – 9 ára kepptu í frjálsíþróttagreinum, þríþraut og svo með auknum aldri fjölgaði greinunum sem voru í boði þannig að 10 – 11 ára kepptu í fjórþraut, 12 ára í fimmtarþraut og 13 – 17 ára völdu sér svo greinar.

Hæst ber að nefna árangur Hjálmars Vilhelms Rúnarssonar en hann gerði sér lítið fyrir og stórbætti íslandsmetið í þrístökki í flokki 15 ára pilta þegar hann stökk 13,27m og bætti þar með 10 ára gamalt met Fannars Yngva Rafnarsson sem var 12.98m. Þetta stökk hans Hjálmars uppá 13.27m setur Hjálmar í fjórða sæti á afrekslista FRÍ á árinu 2023 í þrístökki karla.  Hjálmar Vilhelm sigraði einnig i kúluvarpi með 15,73m löngu kasti og í hástökki þegar hann vippaði sér yfir 1.80m. Hann vann tvenn silfurverðlaun, í 200m hlaupi með tímann 25,08 sek og  í 60 m grind sem hann hljóp á 9,69sek og að lokum bætti hann sig í 60m hlaupi þegar hann kom þriðji i mark á tímanum 7,74 s.

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson sigraði 800m hlaup í flokki 16 -17 ára á tímanum 2:02,19 mín og Daníel Breki Elvarsson sigraði í hástökki í sama aldursflokki þegar bætti sig með þvi að stökkva yfir 1.85m.

Arndís Eva Vigfúsdóttir varð önnur í hástökki í flokki 14 ára þegar hún bætti sig með því að stökkva yfir 1.52m og Bryndís Embla Einarsdóttir varpaði kúlunni næstlengst allra í sama flokki með 10.60m löngu kasti.  Hugrún Birna Hjaltadóttir bætti sig í 60m grindahlaupi er hún kom fyrst í mark á tímanum 10,02 sek í flokki 15 ára. Hanna Dóra Höskuldsdóttir  sigraði bæði i þrístökki með 10,45m og í 60m grindahlaupi á tímanum 9,57s í flokki 16 -17 ára, hún varð síðan önnur í hástökki með 1,47m og þriðja í kúluvarpi með 10,97m. Ísold Assa Guðmundsdóttir sigraði hástökkið með þvi að vippa sér yfir 1,60m i flokki 16-17 ára, hún varð síðan önnur í grindahlaupi á tímanum 10,71 sek og þriðja í kúluvarpi með 11,68m.

Í fjölþrautinni bættu börnin sig öll í að minnsta kosti einni grein og áttum við þrjá iðkendur sem að náðu toppsæti í sínum aldursflokki: Hilmir Dreki Guðmundsson varð annar í fjórþraut 10 ára pilta, Kristján Reynisson (Þjótanda) annar í fjórþraut 11 ára pilta og Magnea Furuhjelm Magnúsdóttir (Dímon) fjórða í fimmtarþraut 12 ára stúlkna.

Í flokki 13 ára stúlkna náði Adda Sóley Sæland silfri í kúluvarpi með kasti upp á 10,21 m á persónulegri bætingu. Í sama flokki átti Anna Metta Óskarsdóttir heldur betur frábæran dag og bætti sig í þremur greinum og fór fimm sinnum á verðlaunapall. Hún sigraði í tveimur greinum, hástökki með 1,48 m og í þrístökki með 11,24 m þar sem hún setti HSK met í þremur flokkum 13 ára, 14 ára og 15 ára  ásamt því að vera  aðeins 4 cm frá Íslandsmetinu í sínum aldursflokki (13 ára flokki). Hún vann einnig tvö silfur, í 60 m grindahlaupi á persónulegu meti, 10,48 sek og í 200 m hlaupi þar sem hún hljóp á 28,68 sek. Að lokum bætti hún sig í 60m hlaupi þegar hún hljóp á 8,52 sek og vann til bronsverðlauna.

 

HSK

Nýjar fréttir