7.3 C
Selfoss

Horfðu á saklausan föður sinn leiddan af heimilinu í lögreglufylgd

Vinsælast

Á morgun, laugardaginn 25. nóvember, kl. 15:00 verður útgáfuhóf í Íslenska bænum Austur Meðalholtum í tilefni útkomu bókarinnar „Hlutskipti: saga þriggja kynslóða“ eftir Jónu Ingibjörgu Bjarnadóttur og Jón Hjartarson. Af þessu tilefni munu þau Jóna Ingibjörg og Áslaug Ólafsdottir, ekkja Jóns Hjartarsonar lesa upp valda kafla úr bòkinni og ræða efnistök, inntak og þann veruleika sem bókin dregur upp mynd af.

Árið 1969 varð það hlutskipti systkinanna í Sænska húsinu á Selfossi að horfa á föður sinn leiddan saklausan í lögreglufylgd út af heimili sínu. Móðirin yfirgaf heimilið skömmu síðar. Hún fór burt með ástmanni sínum eina vornóttina og tók aðeins þrjú yngstu börnin með sér. Fjórum börnum var ráðstafað af barnaverndarnefnd Selfosshrepps. Bókarhöfundur komst um síðir aftur til móður sinnar sem bjó þá við kröpp kjör og afar frumstæð skilyrði norður á Gjögri í Árneshreppi. Öll saga fjölskyldunnar er saga af harðneskjulegri stéttaskiptingu, fátækt, óreiðu og harmi.

Jóna Ingibjörg segir. “Þrátt fyrir að nú séu liðin meira en 50 ár frá því að þetta gerðist hugsa ég oft til þessara daga, vordaganna 1969 þegar heimilið okkar var leyst upp; eftirsjá eftir systkinum, heimili og vinum, svo ég tali nú ekki um höfnunina þegar mamma yfirgaf okkur. Þetta situr enn í mér. Fjölskyldan tvístraðist, með alvarlegum afleiðingum, sem hafa fylgt sumum okkar alla tíð.”

Nýjar fréttir