6.1 C
Selfoss

Bráðum koma blessuð jólin

Vinsælast

Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Brúartorg í miðbæ Selfoss þegar jólaljósin voru tendruð í bænum á fimmtudagskvöld í síðustu viku.

Fjölskyldustemning einkenndi upphaf kvöldsins, barnakór Sunnulækjarskóla söng jólalög fyrir gesti við undirleik Alexanders og kveikt var á jólatrénu við mikil fagnaðarlæti viðstaddra.

„Það var mikil stemning í bænum langt frameftir kvöldi. Heitt kakó, smákökur, grillspjót og candyfloss var hægt að fá í útisölu á torginu og voru raðir í það langt frameftir. Verslanir lengdu opnunartímana og það var greinilegt að fólk nýtti tækifærið til að versla jólagjafir því það var mikil traffík í verslunum. Í Motivo var t.d. live jóladjazz, gestir og kaupaukar og boðið var upp á smákökur og kósý stemningu í öðrum verslunum. Fríða Hansen og Kristinn Ingi Austmann spiluðu svo fallega tóna á Brúartorgi þar sem eldlistamaður sýndi listir sínar síðar um kvöldið og svo fjölmenntu margir á singalong á Sviðinu. Þetta var frábært kvöld í alla staði og heppnaðist einkar vel að sameina kósýkvöld því þegar kveikt var á jólaljósunum og vonandi var þetta kvöld upphaf nýrrar hefðar,“ segir Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Sigtún Þróunarfélagi í samtali við DFS.is.

Meðfylgjandi myndir tók Helga Guðrún, blaðamaður DFS.is.

Nýjar fréttir