…er heiti á ljósmyndasýningu, sem Norbert Ægir Muller hjúkrunarfræðingur opnaði í „Kringlunni“, Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Margar af myndunum eru með texta/boðskap. Norbert segist oft vera vakinn á nóttunni til að taka myndir eða skrifa ljóð og fleira. Honum finnst þetta vera eins og samningur þar sem hann sé að fá gjöf sem hann þurfi svo að nota í þágu allra.
Sýningin verður í nokkrar vikur í viðbót. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis.