12.3 C
Selfoss

Jólabasar á Eyrarbakka

Vinsælast

Hefðir eru flestar skemmtilegar og af hinu góða, ekki síst þegar jólin nálgast.

Hinn árlegi Jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka er einn af föstum hefðum til margra ára og á sinn fasta sess í félagsstarfi Eyrbekkinga.Undirbúningur er samvera og samvinna sem gaman er að vinna að og hlúa að góðum málefnum.

Til sölu er ýmis varningur sem kvenfélagskonur hafa unnið að, hannyrðir af ýmsu tagi, jólavörur, trévörur, áprentaðar serviettur, handgerð kort, sultur, marmelaði, brauð og bakkelsi og margt fleira fallegt. Ennfremur styður samfélagið vel við okkar störf með að leggja okkur lið sem ber að þakka.

Kaffi, gos og vöfflusala er til staðar og vonast Kvenfélagið  til að sjá sem flesta og eiga notalega stund saman á Stað á Eyrarbakka á sunnudaginn 26. nóvember. Basarinn hefst kl.14:00.

Eins og endranær rennur ágóði til líknar og góðgerðamála. Allir hjartanlega velkomnir.

F.H. basarnefnd Kvenfélagsins
M.G.

Nýjar fréttir