4.5 C
Selfoss

Nunnudepill í Garði og dvergkráka í Flóanum

Vinsælast

Nunnudepill fannst í Garði á Reykjanesskaganum laugardaginn 28. október sl. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi tegund sést á Íslandi og sópuðust margir áhugasamir fuglaáhugamenn á Reykjanesskagan til að virða fyrir sér fuglinn og mynda, nunnudepillinn hefur sín heimkynni við miðaustur Evrópu og er sjaldgæfur fugl í vestur EvrópuÞað er búið að vera mikið um flækingsfugla á Íslandi þetta haustið eftir kröftuga lægð sem kom frá Bretlandseyjum og Skandinavíu um miðjan mánuð og má nefna barrspætur sem hafa sést allt frá Reykjanesskaganum til suðaustur lands, dvergkráku sem fannst við Lækjarbakka í Flóanum, söngþresti, mistilþresti og mikið er af glóbrystingum, silkitoppum og fjallafinkum á Suðurlandi og landinu öllu og munu þau sem leggja út epli eða fuglafóður í garðinn sinn eiga möguleika að sjá þær tegundir.

Stokkseyringurinn Jason Orri myndaði þessa fleygu litlu vini og deildi myndunum góðfúslega með okkur.

Fjallafinka – heiðarblómi. Ljósmynd: Jason Orri.

Nýjar fréttir