9.5 C
Selfoss

Leikskólinn Árbær verður Hjallastefnuleikskóli

Vinsælast

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 25. október sl. að Hjallstefnan leikskólar ehf. taki yfir rekstur leikskólans Árbæjar á Selfossi frá 1. ágúst 2024.

Starfsfólki leikskólans hefur verið tillkynnt þessi breyting og boðað hefur verið til kynningarfundar fyrir foreldra barna í Árbæ.

Samningur verður undirritaður þann 1. nóvember. Foreldrar munu greiða sömu leikskólagjöld og þjónusta frá fjölskyldusviði Árborgar mun vera með sama hætti og í öðrum leikskólum Árborgar

Í Árborg eru reknir sex leikskólar. Í nýlegri foreldrakönnun var meirihluti foreldra sem höfuðu jákvætt viðhorf til að geta valið leikskóla sem starfar eftir hugmyndafræði Hjallastefnunar í Árborg.

Nýjar fréttir