10 C
Selfoss

Marteinn Sigurgeirsson – 60 ár á 60 mínútum

Vinsælast

Marteinn Sigurgeirsson heldur uppistand með myndrænu ívafi á Sviðinu Selfossi 9. nóvember kl. 20 og verður miðasala við innganginn.

Marteinn Sigurgeirsson frá Selfossi tók snemma þátt í félagsstörfum og íþróttum og segir aðstöðu til íþrótta hafa verið bágborna á þessum tíma. Strákarnir á Selfossi komu sér upp eigin völlum í hverfunum og stofnuðu félög. Í vesturbænum voru það Leiknir og Elding. Iðnskólinn var leigður til kvikmyndasýninga til að afla fjár. Sýndar voru teiknimyndir og fræðslumyndir frá upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Einnig var keypt 8mm kvikmyndatökuvél 1963 í félagi við Hauk Gíslason, en þá var hægt að sýna eigin fréttamyndir. Marteinn nýtti sér þessa reynslu síðar þegar hann varð kennari þar sem hann lét nemendur sína gera fræðslumyndir í stað ritgerða. Marteinn gerði heimildamynd um ferð ungmenna til Húsavíkur sem kepptu í sundi og knattspyrnu. Einnig var myndað í Þórsmörk þar sem sumir þóttist vera frá heilbrigðiseftirlitinu. Unglingar sem unnu hjá MBF fóru á Þingvöll án vitundar barnaverndar.

Marteinn ólst upp á árbakkanum Selfossvegi 9 (Hús lengst til hægri). Ljósmynd: Aðsend.

Síðar komu myndir um siglingu fótboltamanna til Færeyja og söngvakeppni á hótelinu, sögu Selfoss og 100 ára brúarafmælið 1991. Næst komu myndir um Sleipnismenn, leigubílstjóra, Selfossbíó, götugöngur og saga landsmóta UMFÍ á Suðurlandi. Á þessum árum var lausaganga barna leyfð og ber myndin merki þess. Litið er inn í Inghól og þar glittir í Bergþóru Árna og Mána. Marteinn fékk menningarviðurkenningu Árborgar 2019 ásamt Gunnari Sigurgeirssyni.

Sýnd verða brot úr myndum og spjallað við áheyrendur. Tekið á móti lögbönnum í lokin. Maður á að axla ábyrgð!! Ekki ryðjast, ekki þamba!

Nýjar fréttir