6.1 C
Selfoss

Opið er fyrir umsóknir í Suðurlandsdeildina

Umsóknarfrestur fyrir ný lið er til 12. nóvember n.k. !

Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn 2-3 atvinnumanna og 3 áhugamanna. Dregið verður úr umsóknum. Þau lið sem féllu úr deildinni 2023 geta sótt um aftur og fara í pottinn ásamt nýjum liðum sem sækja um.

Liðin verða áfram skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Í parafimi keppir eitt par skipað 1 atvinnumanni og 1 áhugamanni. Í skeiði og slaktaumatölti keppir 1 atvinnumaður og 1 áhugamaður en í öðrum greinum keppa 2 atvinnumenn og 2 áhugamenn. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður. Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð.

Atvinnumaður: Allir ásamt ungmennum.

Áhugamaður: Er að lágmarki 18 ára á árinu og má ekki hafa keppt í meistaraflokk síðustu 2 ár.

Keppniskvöldin verða fjögur:

5.mars – Parafimi og slaktaumatölt
19. mars – Fjórgangur
9. apríl – Fimmgangur
5. apríl – Tölt og skeið

Stjórn Suðurlandsdeildarinnar hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylli inngangsskilyrði. Þátttökugjald 2024 er 165.000 kr. Innifalið í gjaldinu eru tveir æfingatímar í Rangárhöllinni fyrir hvert keppniskvöld.

Allar spurningar sem og umsóknir vegna Suðurlandsdeildar skulu sendar á rangarhollin@gmail.com.

Hvetjum hestamenn að safna saman í lið og sækja um í Suðurlandsdeildina sem er að hefja sitt áttunda tímabil.

Sjáumst í Rangárhöllinni í vetur!

Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum

Fleiri myndbönd