1.1 C
Selfoss

Menningarverðlaun Suðurlands 2023

Vinsælast

Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlaut Menningarverðlaun Suðurlands árið 2023. Viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Vík þann 26. október sl. en alls bárust 19 tilnefningar um 14 verkefni af öllu Suðurlandi.

„Í rökstuðningi dómnefndar segir að Menningarmiðstöð Hornafjarðar hafi unnið glæsilegt starf í þágu menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og gefið einstaklega jákvæða mynd af Austur- Skaftafellssýslu, menningu og menningararfi sýslunnar. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun SASS á sviði menningar á Suðurlandi,“ segir í fréttatilkynningu frá SASS.

Þá segir einnig að starf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar sé metnaðarfullt. „Þar sem áhersla er lögð á samfélagið, börnin og fjölmenningu. Menningarmiðstöðin starfrækir ýmis söfn, meðal annars bóka- og héraðsskjalasafn ásamt Svavarssafni sem er listasafn Svavars Guðnasonar listmálara. Kjarni safneignarinnar eru verk eftir Svavar og fleiri hornfirskra málara. Menningarmiðstöðin hefur um árabil boðið upp á margbreytilegt barnastarf svo sem listasmiðjur og krakkaklúbba á söfnum stofnunarinnar, einnig sumarstarf þar sem börn eru kynnt fyrir náttúru, umhverfi, listum og öðrum fróðleik.“

​Árlega eru fjölmargar sýningar og annað viðburðahald sem gera menningu hátt undir höfði og hefur Menningarmiðstöðin vakið athygli á landsvísu fyrir sitt öfluga starf. Gott samstarf er við fjölmörg félagasamtök og einstaklinga.

Nýjar fréttir