11.7 C
Selfoss

Bara ef þingfólk væri jafn kærleiksríkt og starfsfólk hjúkrunarheimila

Vinsælast

Eftir dvöl mína í hvíldarinnlögn á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu að Lundi á Hellu, langar mig að segja frá því hvaða dýrðar staður það er með alla sína mannúð og kærleika sem þar ríkir. Svo sannarlega er lífið núna. Þar er samheldni eftirtektarverð hjá starfsfólkinu, þar er enginn stéttarmunur, allir sem einn og einn sem allir. Öll þjónusta veitt með brosi á vör og þvílíkri viðringu við vistmenn sem er til fyrirmyndar, hvort heldur var þjónusta til munns eða handa, eða aðstoð við þá sem þurftu mikla þjónustu við allar sínar þarfir. Mín ósk er að svona ríki góð og heilbrigð þjónusta á öllum hjúkrunar- og dvalarheimilum landsins sem og annarsstaðar þar sem mannleg þjónusta er, trúi ekki öðru en að svo sé.

Mér er hugsað til Alþingis íslendinga, þar þar sem átta stjórnmálaflokkar eru, auðvitað vil ég trúa allir sem einn vilji þegnum landsins vel og að sömu markmið séu þjóðinni til heilla. En þar rísa upp raddir hver á móti annarri, er torvelda framför og samkomulagi sem seinka góðum málum. Þar vantar samheldni og ríka mannúðarstefnu eins og t.d. er á Lundi á Hellu og Árbliki á Selfossi sem ég þekki vel til af eigin reynslu sem er dagvistunarheimili fyrir eldra fólk. Sami starfsandinn, mannúðin, gleði og kærleikur sem er til fyrirmyndar. Hvað gaman yrði að ganga til kosninga Alþingis ef svo væri, þá vissi maður hvað biði manns.

Ingibjörg Kristjánsdóttir

Nýjar fréttir