7.3 C
Selfoss

Þrír sunnlenskir Íslandsmeistarar í CrossFit

Vinsælast

Selfyssingurinn Bergrós Björnsdóttir tryggði sér örugglega Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit kvenna síðasta laugardag. Var þetta í fyrsta sinn sem Bergrós keppti í kvennaflokki, enda langyngst, en hún er aðeins 16 ára gömul.

Bergrós sigraði í fjórum greinum af sjö, eftir magnaða frammistöðu en Hvergerðingurinn Guðbjörg Valdimarsdóttir úr CrossFit Hengli, Íslandsmeistari síðasta árs, sótti fast á hæla hennar og endaði í öðru sæti. Guðbjörg stóð sig frábærlega, fór aldrei neðar en í fjórða sæti í hverri grein og sigraði í einni.

Sunnlendingarnir gáfu öðrum ekkert eftir í keppninni en Jón Þorri Jónsson, CrossFit Selfoss, varð Íslandsmeistari þegar hann fór með öruggan sigur í flokki 14-16 ára eftir að hafa sigrað í fjórum af fimm greinum í flokknum. Selfyssingurinn Anna Dóra Ágústsdóttir, CrossFit Hengli, varð Íslandsmeistari í kvennaflokki 50+ og Stokkseyringurinn Henning Jónasson, Afrek Fitness, varð í 2.-3. Sæti í karlaflokki 40-49 ára.

Nýjar fréttir