6.1 C
Selfoss

Menningarganga listamanna í Árborg

Vinsælast

Menningarmánuðurinn október í Sveitarfélaginu Árborg býður upp á fjölda spennandi viðburða sem endurspegla grósku og sköpunarkraft í ört stækkandi sveitarfélagi.

Menningarganga listamanna, laugardaginn 14. október, er einn af hápunktum mánaðarins en þá opnar listafólk í Árborg vinnustofur sínar og gallerí fyrir gestum, leyfir fólki að líta við og skoða afrakstur sköpunar sinnar. Auk listafólksins taka Gallerí Listasel, Sundhöll Selfoss, Tískuvöruverslunin Lindin á Selfossi, Skrúfan á Eyrarbakka og Brimrót á Stokkseyri þátt í deginum.

Gestum er boðið að njóta listar á 18 stöðum víðs vegar um sveitarfélagið, á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri. Hátt í hundrað listamenn bjóða gestum að upplifa fjölbreytt listform. Málaralist, leirlist, fagurlega hannaða skartgripi, ljósmyndir og útskurð. Auk þess býðst þátttakendum að hlýða á sögur og hlusta á fallega tóna.

Með Menningargöngu listamanna sýna listamenn í verki þann vilja að sameina krafta þeirra frábæru listamanna sem búa í Árborg og bjóða gestum að gera sér dagamun í Menningarsveitarfélaginu Árborg. Aðgangur á alla viðburði Menningargöngu listamanna er ókeypis.

Nýjar fréttir