9.5 C
Selfoss

Árnessýslu Beikon pasta

Vinsælast

Viðar Örn Kjartansson er sunnlenski matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Vil þakka Sigurði Guðlaugssyni bankamanni, blikksmið, fyrrverandi knattspyrnumanni og nema fyrir þessa áskorun. Get ekki ímyndað mér að hans uppskrift bragðist vel en svona er þetta. Hér er ég með beikon pasta af dýrari gerðinni sem eg hef verið að þróa í gegnum árin og það má segja að það nálgist fullkomnun.

5 sveppir
1 rauð paprika
1 hvítlaukur
1 stór beikon smurostur
Matreiðslurjómi 0,5 L
Beikon frá krás 1 pakki
Smjör
Tortellini heill pakki
Salt og pipar
Chilli pipar

Byrjið á að steikja beikonið fyrst og síðan geyma það i skál í smástund.

Saxaðu sveppina í örsmáa bita og paprikuna, leyfir siðan sveppunum og paprikunni að anda í smástund.

Eftir þetta þá skerðu hvitlaukinn niður í litla bita.

Þetta er allt sett saman á eina pönnu með einni matskeið af smjöri. Á lágum hita.

Þegar búið er að steikja grænmetið á smástund þá er skellt á 0,5 l af matreiðslurjóma á pönnuna. Og skellir beikonostinum í mixið og beikonið með. Og leyfir þessu að malla og setur smá salt og pipar á til að jafna bragðið. Leyfir þessu að liggja á lágum hita i dágóða stund.

Í þessari andrá er gott að fara að huga að pastanu. Skellir þvi í pott með smá ólífu olíu frá Toscana.

Þegar pastað er klárt þá nota eg eldfast mót sem ég set pastað í og síðan tek ég það sem er á pönnuni og helli því ofan á pastað.

Voila, þá er allt klárt.

Ég skvetti smá chilipipar kryddi á til að fá þetta Selfysska bragð sem heldur heimþránni í lágmarki. Ég vil að lokum skora á Styrmi Jarl Rafnsson að taka okkur sunnlendinga á ferðalag til Asíu. En hann hefur búið þar með hléum undanfarinn ár. Hann á einmitt fræga setningu sem hljómar einhvernveginn svona.

„Ég hélt ég vissi einhvað um matargerð. En eftir að hafa ferðast um Balí þá má segja að augun mín hafi opnast“

Nýjar fréttir