Fyrr í kvöld var Lögreglunni á Suðurlandi gert viðvart um bílslys á Skeiða- og Hrunamannavegi skammt frá Flúðum. Mbl.is greindi fyrst frá.
Þyrla landhelgisgæslunnar var send á vettvang og lenti við Landspítalann í Fossvogi um hálf ellefu leytið í kvöld. Þegar þetta er ritað hefur hvorki komið fram hvernig ástatt er fyrir þeim slösuðu, né hve mörg slösuðust í slysinu.