1.7 C
Selfoss

Þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju

Vinsælast

Sunnudaginn 15. október kl. 14.00, verður haldin þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju. Sóknarnefnd hefur á undanförnum árum reynt að halda þjóðbúningamessu reglulega, þar sem gaman er að skapa nýjar hefðir.

Allir eru hjartanlega velkomnir til messu, en öll sem eiga þjóðbúninga síns lands eru hvött til að koma til messu í þeim.  Að lokinni messu verður messukaffi í Þjórsárveri, svokallað Pálínuboð, þar sem allir leggja til veitingar á sameiginlegt hlaðborð, kaffi og djús verður í boði.  Prestur er sr. Ása Björk Ólafsdóttir, organisti Guðmundur Eiríksson, kór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna leiðir söng.

Nýjar fréttir