7.3 C
Selfoss

Hjartnæmir endurfundir í Jórdaníu

Vinsælast

Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg er ein af 120 manna hópi íslendinga sem hefur í dag ferðast frá Ísrael yfir til Amman í Jórdaníu til að komast heim úr stríði sem geysar nú í Ísrael. Fjóla deildi fallegu myndbandi með fylgjendum sínum á Facebook þegar Snorri Sigurðarson, eiginmaður hennar, faðmaði Gauta, bróður sinn sem vinnur nú að því að fljúga þeim heim í öruggt skjól.

Það hefur eflaust verið mikill léttir fyrir íslendingana að bera vél Icelandair augum fyrr í kvöld. Ljósmynd: Aldís Hafsteinsdóttir.

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitastjóri í Hrunamannahrepp er einnig partur af hópnum. Aldís setti meðfylgjandi mynd á Facebooksíðu sína fyrr í kvöld, með yfirskriftinni „Hamingjusamir og þakklátir strandaglópar á leiðinni heim í öryggið“ en áætluð koma strandaglópanna er um klukkan 3 í nótt.

 

Nýjar fréttir