13.4 C
Selfoss

Þurfa að labba yfir landamærin til Jórdaníu

Vinsælast

Um 120 manna hópur Íslendinga sem staddur var í Ísrael þegar stríð braust út er nú á ferðalagi með rútu frá Ísrael til Amman, höfuðborg Jórdaníu, þaðan sem til stendur að fljúga hópnum heim. Til stóð að sækja hópinn til Tel Aviv en herlög voru sett á í gærkvöldi sem urðu til þess að ekki var unnt að fljúga til Tel Aviv.

Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg er einn ferðalanganna í hópnum. „Nú við erum að bíða eftir ferðaáætlunum, förum líklega með rútu að Jórdaníu og löbbum yfir landamærin og tökum svo flug frá Amman, Gauti litli bróðir Snorra (eiginmanns Fjólu) fer í loftið kl 10 að íslenskum tíma að sækja stóra bróðir ef allt gengur eftir. Sprengjuhótanir á Ben Gurion velli í Tel Aviv gera það að verkum að það er ekki möguleiki að fljúga þaðan,“ sagði Fjóla í samtali við blaðamann Dagskrárinnar um klukkan hálf 9 í morgun, en þau voru komin um borð í rútuna stuttu seinna.

Nýjar fréttir