5.6 C
Selfoss

„Tónlist er heilsulind sálarinnar“  

Vinsælast

Hörpukórinn, kór eldri borgara í Árborg er að hefja vetrarstarfið. Æfingar hefjast 4. október kl. 16:00 í Græmumörk 5.

Starfið hefur verið öflugt undanfarin ár, meðal annars hefur kórinn sungið við ýmsa viðburði á vegum Félags eldri borgara á Selfossi, hann hefur haldið vortónleika og tekur þátt kóramótum með fjórum kórum á Suðvesturlandi. Hörpukórinn bauð kórunum heim til söngs síðastliðið vor og heppnaðist samsöngur kóranna með ágætum.

Rúnar Jökull Hjaltason er formaður Hörpukórsins og Stefán Þorleifsson er söngstjóri.

Nýir og eldri félagar eru velkomnir í hópinn.

Stjórn Hörpukórsins

Nýjar fréttir