2.6 C
Selfoss

Dýraríkið flytur í stærra húsnæði

Vinsælast

Dýraríkið á Selfossi flytur sig um set og mun næsta laugardag klukkan 10, opna í nýju húsnæði að Austurvegi 56, þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur var áður til húsa. „Við erum þrælspennt að opna á nýjum stað, hitt húsnæðið var bara orðið of lítið fyrir allan þann fjölda af vörum sem við bjóðum uppá. Við vorum ekkert smá heppin að landa þessu húsnæði, það gæti ekki hentað okkur betur og við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum okkar á nýjum stað,“ segir Axel Ingi Viðarsson einn eigandi Dýraríkisins í samtali við DFS.is.

„Við erum með um 5000 vörur á skrá í versluninni og stendur til að auka enn við vöruúrvalið, en eftirspurn um gæludýravörur í sérvöruverslun hefur stóraukist undanfarin ár. Við sjáum það best á traffíkinni á vefversluninni okkar, dyrarikid.is, þar sem má sjá allar vörur sem við höfum uppá að bjóða,“ bætir Axel við.

Í tilefni opnunarinnar verður boðið upp á léttar veitingar og frábær opnunartilboð í nýju versluninni á laugardag, auk þess að öll dýr sem mæta í heimsókn verða leyst út með nammipoka.

Nýjar fréttir