10 C
Selfoss

Falleg gjöf til Móbergs

Vinsælast

Nýverið barst hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi málverk að gjöf frá Sunnu Sturludóttur og veittu Margrét Andersdóttir og Indíana dóttir hennar því viðtöku.

Málverkið var í eigu foreldra Sunnu og henni langaði að leyfa öðrum að njóta þess á Móbergi, enda myndefnið þekkt kennileiti og kunnulegt flestum.

Málverkið er af Snæfellsjökli og er málað af finnsku listakonunni Oely Elínu Sandström, en hún bjó á Íslandi í tæp 20 ár og málaði íslenska náttúru. Verkið málaði hún á árunum milli 1960-1970 og er 1,10x66cm að stærð.

Nýjar fréttir