7.3 C
Selfoss

Árshlutauppgjör Sveitarfélagsins Árborgar

Vinsælast

Bæjarráð Árborgar lagði fram 6 mánaða árshlutauppgjör á 50. fundi ráðsins þann 24. ágúst sl. og var það samþykkt samhljóða.

Uppgjörið sem er óendurskoðað innanhússuppgjör, gefur vísbendingar um jákvæða þróun í átt að settu marki þótt óhagstætt efnahagsumhverfi hafi töluverð áhrif á rekstrarniðurstöðuna.

Sveitarfélagið hefur til margra ára lagt fram mánaðarlegt rekstraruppgjör en þetta er í fyrsta skipti sem 6 mánaða árshlutauppgjör er lagt fram og er stefnan að gera það áfram.

Það er jákvætt aðrekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði á fyrstu sex mánuðum 2023 er jákvæð um 595 milljónir, fyrir A og B hluta samstæðunnar, samanborið við 437 milljónir allt árið 2022. Þar vinnur saman að tekjur eru meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og rekstrargjöld lægri. Á móti hafa fjármagnsliðir hækkað mikið og heildarniðurstaða tímabilsins er því neikvæð um 1,3 milljarð á móti 1,25 milljarði í áætlun. Þar vegur þyngst hærri verðbólga en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Sá fyrirvari er á uppgjörinu að þar er ekki tekið mið af rekstraráhrifum byggðasamlaga og annarra samstarfsverkefna á tímabilinu.

Starfsmenn sveitarfélagsins eiga þakkir skilið fyrir framlag þeirra, samheldni og elju í erfiðum hagræðingaraðgerðum.

Bæjarfulltrúar og starfsmenn muna áfram vinna að hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins með aðgerðum sem fela í sér aukningu á tekjum, lækkun rekstrargjalda, endurhögun efnahagsreiknings og aðhaldi í fjárfestingum til að tryggja áframhaldandi öfluga grunnþjónustu fyrir íbúa og byggja þannig „Brú til betri vegar“.

Nýjar fréttir