13.4 C
Selfoss

Yantra Paintings – nærandi list á blómstrandi dögum í Blómaborg um helgina 

Vinsælast

Helga Sigurðardóttir og Viðar Aðalsteinsson eru hjónin á bak við listsköpunina YANTRA PAINTINGS nærandi list. Þau búa í Hveragerði og eru með vinnustofu þar. Málverkin eru öll 100 x 100 cm. og unnin eftir innri íhugun og tengingu við eiginleika þeirra lita og táknsins sem málverkin prýða. Út frá miðju hvers verks er listræn útfærsla á hinu ævaforna og heillavænlega Sri Yöntru tákni. Sri Yantran stendur fyrir fullkominn samhljóm þess helga karl- og kvenlæga og sýna því Yöntruverkin hreina tæra ást og sköpun. Hvert verk magnar upp afar fallega og hagstæða orku í því rými sem það er staðsett í. Opnun sýningarinnar er á föstudaginn 18 ágúst kl. 17 – 19 og allir velkomnir.  Sýningin er opin laugardag og sunnudag kl 10 -18 Vefsíða  www.yantrapaintings.com.

Nýjar fréttir