7.8 C
Selfoss

Afmælishátíð Beint frá býli

Vinsælast

Félagasamtökin Beint frá býli efnir til afmælisviðburðar í tilefni 15 ára afmælis félagsins. Alls verða haldnir sex viðburðir um allt land, sunnudaginn 20. ágúst n.k. milli klukkan 13 og 17.

Á Suðurlandi verður viðburðurinn haldin í Efstadal II, Bláskógabyggð. Þar er gestum boðið að kynna sér vörur, vinnslur og þróun á matvöru frá heimavinnsluaðilum vítt og breitt frá Suðurlandi, sem jafnframt eru allt félagsmenn í Beint frá býli.

Boðið verður upp á afmælisköku, kaffi og djús en jafnframt munu gestgjafarnir í Efstadal selja veitingar af ýmsu tagi. Beint frá býli hlakkar til að sjá sem flesta íbúa af Suðurlandi og aðra gesti og eiga góðan afmælisdag saman.

Nánari upplýsingar má finna á vef Beint frá býli.

Nýjar fréttir