0 C
Selfoss

Skora á orkufyrirtækin að færa höfuðstöðvarnar nær vinnslustöðvum

Vinsælast

Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem haldinn var þann 16. ágúst 2023, var samþykkt áskorun sem beinist að ríkisstjórninni, Landsvirkjun, Landsneti og Rarik, með það að markmiði að endurskoða staðsetningu höfuðstöðva stærstu orkufyrirtækjanna á Íslandi. Áskorunin, sem berst frá sveitarstjórninni, felst í því að flytja orkuvinnslu og tengdri starfsemi,  til suðurlands, þar sem stærsti hluti raforkuframleiðslu landsins á sér stað.

Í tilkynningu frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi segir að orkuvinnsla á Íslandi eigi sér stað að megninu til á landsbyggðinni. En að sú stefna sem rekin hafi verið í uppbyggingu raforkukerfisins á Íslandi að hafa höfuðstöðvar stærstu orkufyrirtækja landsins allar á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að engin orkuvinnsla eigi sér stað þar, gangi ekki lengur.

„Landsvirkjun er stærsti framleiðandi rafmagns á Íslandi og í eigu ríkisins. Landsnet er með sérleyfi um flutning á öllu rafmagni á Íslandi og er í eigu ríkisins. Rarik sér um dreifingu á rafmagni á landsbyggðinni og er í eigu ríkisins. Verðmætasköpun og starfsemi þessara fyrirtækja á sér stað á landsbyggðinni en stór hluti starfanna eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega verðmætustu störfin,“ segir í áskoruninni.

Þá er bent á að orkuskiptin séu framundan, með tilheyrandi stækkun raforkukerfisins á Íslandi. Sú uppbyggingkomi til með að fjölga störfum verulega og skapa jarðveg fyrir fjölmörg tækifæri og mikla nýsköpun tengt grænni orku.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur beitt áherslu á að áskorunin sé í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að stuðla við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu, með því að einskorða starfsemi fyrirtækjanna ekki aðeins við höfuðborgarsvæðið. Áskorunin leggur einnig áherslu á þörfina fyrir styttri leiðir milli starfsaðstöðva og klasasamstarf, sem og styrkingu þekkingarmiðstöðva og rannsóknarsetra á landsbyggðinni.

Nýjar fréttir