2.3 C
Selfoss

Veiðin treg í Hvítá

Vinsælast

Tíðindamaður Dagskrárinnar var á ferð í Langholti í Flóa á dögunum þar sem hann hitti Guðna Ágústsson, ásamt Arnari Þór Úlfarssyni, tengdasyni Guðna, við stangaveiði. Hreggviður Hermannsson veiðibóndi var að kenna þeim handtökin. „Veiðistaðurinn er einn sá fegursti í allri Hvítá, fossar og flúðir, klettar og eyjur,“ hafði Guðni á orði. Þeir voru við margfrægan veiðistað, Hallskerið. Hreggviður segir veiðina trega á öllu vatnasvæði Hvítár og Stóru-Laxár í sumar. Mikil rigning í júní og þurkar og sól í júlí og ágúst, árnar vatnslitlar og veiðin því treg.

Nýjar fréttir