11.7 C
Selfoss

Endurvekja Leikfélag Eyrarbakka

Vinsælast

Hera Fjord, Hulda Ólafsdóttir og Sella Páls eru að endurvekja Leikfélag Eyrarbakka og kanna áhuga þorpsbúa og nærsveitunga á að vera með. Þær boða til stofnfundar þann 22. ágúst næstkomandi í Byggðasafni Árnesinga (Alpan húsinu) Búðarstíg 22 á Eyrarbakka klukkan 20.

80 ár eru liðin frá því Leikfélag Eyrarbakka var stofnað. Félagið var mjög virkt fram á 6. áratug síðustu aldar. Meðal vinsælustu sýninga félagsins var „Lénharður fógeti“ eftir Einar H. Kvaran. Myndin er af leikurum þeirrar sýningar. Vigfús Sigurgeirsson tók myndina.

Óskað er eftir áhugasömu fólki sem kæmi að félaginu með margvíslegum hætti. Fólk með áhuga á leiklist, sögu bæjarins, búningum, sviðsmynd, sminki, handritagerð, leikstjórn og fl. er velkomið. 

Fólk er hvatt til að mæta á stofnfundinn, því án sýnilegs áhuga bæjarbúa um að taka þátt verður lítið um endurreisn Leikfélags Eyrarbakka.

Nýjar fréttir