3.4 C
Selfoss

Afrekshugur tekur á sig mynd

Vinsælast

Líkt og vegfarendur um miðbæ Hvolsvallar hafa vafalaust tekið eftir hafa framkvæmdir við uppsetningu Afrekshugar staðið yfir þar sem af er sumri. Nú loksins er verkið að taka á sig mynd en styttan sjálf var hífð á stall sinn 2. ágúst. Verkinu er þó ekki lokið þó að styttan sé kominn á sinn stað og stendur nú frágangur yfir þar sem meðal annars er hellulagður stígur að styttunni frá bílastæðunum á milli Landsbankans og Hvolsins.

Formleg vígsla fer fram á fæðingardegi Nínu Sæmundsson, höfundar verksins, þann 22. ágúst nk. en þá eru liðin 131 ár frá fæðingu hennar í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð.

Nýjar fréttir